Nærumhverfi
Borða
Matur
Í Kópvogi er mjög fjölbreytt úrval veitingastaða. Veldu þann sem bragðlaukarnir þínir kalla á og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

27 mathús og bar
Veitingastaður með ljúfu andrúmslofti við Víkurhvarf með útsýni yfir Elliðavatn. 27 Mathús og Bar býður upp á hádegismat, kvöldmat og happy hour alla daga.

Saffran
SAFFRAN er fjölskylduvænn alþjóðlegur og hollur veitingastaður sem notar ferskan og framandi mat. Opið alla daga frá 11.30 - 21.00.

Íslenska Flatbakan
Flatbakan er íslenskur pítsustaður með áherslu á frábærar pizzur og góða þjónustu. Flatbakan er opin frá klukkan 12.00 til 21.00 alla daga.

Hraðlestin
Austurlenska hraðlestin er indverskur veitingastaður með ferskum, ósykraðum gæðamat og kryddi sem er sérstaklega flutt inn frá Indlandi.

Pure Deli
Er fjölskylduvænn heilsusamlegur veitingastaður með súrdeigspizzum, tortillum, súpu, ristuðu brauði og salati. Pure Deli býður uppá brunch um helgar frá 10.00 -15.00. Pure Deli er opið frá 10:00-20:30.
Nings
Nings er asískur veitingastaður sem notar ferskt hráefni til að elda góðan og hollan mat. Nings veitingastaðurinn er opinn frá 11.30 - 21.00 alla daga.

Lemon í Salalaug
Lemon í Kópavogi er staðsett í Salalaug og býður upp á hollar samlokur, pylsur, tortillur, salöt og engiferskot. Opnunartími virka daga er 10.00 - 21.00 og frá 11.00 - 19.00 um helgar.

Tokyo sushi
Tokyo Sushi er sushi veitingastaður þar sem boðið er upp á nýgert sushi og aðra ferska asíska rétti.

Wokon
Wok On er asískur heilsuveitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem þú setur saman þinn eigin rétt. Opið alla virka daga frá 11.00 - 21.00 og um helgar frá 12.00 - 21.00.